Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 03. september 2014 05:55
Elvar Geir Magnússon
Ísland í dag - U21 landsliðið mætir Armenum í Árbænum
Hólmbert Friðjónsson og félagar í U21 leika gegn Armenum í Árbænum.
Hólmbert Friðjónsson og félagar í U21 leika gegn Armenum í Árbænum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Strákarnir í U21 verða í eldlínunni í dag miðvikudag þegar þeir taka á móti Armenum á Fylkisvelli og hefst leikurinn kl. 16:30. Liðið heldur svo til Frakklands að leik lokum en leikið verður gegn heimamönnum, mánudaginn 8. september.

Íslenska liðið er í öðru sæti riðilsins en það sæti getur gefið réttinn til að leika í umspili fyrir úrslitakeppni EM 2015. Frakkar hafa þegar tryggt sér efsta sæti riðilsins en Armenar eru með 6 stig eftir sex leiki.

Efsta þjóðin í hverjum riðli kemst í umspilið ásamt þeim fjórum þjóðum sem eru með bestan árangur af liðunum í öðru sæti riðlanna tíu. Mögulegt er að með sigri í dag geti Ísland tryggt sér sæti í umspilinu ef önnur úrslit falla með liðinu.

Í kvöld verður einnig leikið í Pepsi-deild kvenna. Afturelding og FH eiga mikilvæga leik í fallbaráttunni og topplið Stjörnunnar leikur gegn Selfossi. SportTv.is sýnir leik Breiðabliks og Þórs/KA.

U-21 karla EM 2015
16:30 Ísland-Armenía (Fylkisvöllur)

Pepsi-deild kvenna 2014
18:00 Breiðablik-Þór/KA (Kópavogsvöllur) - SportTv.is
18:00 FH-ÍBV (Kaplakrikavöllur)
18:00 ÍA-Afturelding (Norðurálsvöllurinn)
19:15 Stjarnan-Selfoss (Samsung völlurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner