Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 03. september 2015 11:00
Magnús Már Einarsson
Amsterdam
Ari Freyr: Erum líka með stór nöfn í okkar liði
Icelandair
Ari á æfingu Íslands í gærmorgun.
Ari á æfingu Íslands í gærmorgun.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Þetta verður skemmtilegur leikur, mikið af fólki og mikið í húfi fyrir bæði lið, það er gaman að spila svona leiki," sagði Ari Freyr Skúlason bakvörður Íslands við Fótbolta.net í gær en Ísland mætir Hollandi í Amsterdam í kvöld.

„Mig langar að ná í þrjú stig eins og við höfum verið duglegir að taka í þessari undankeppni en eitt stig er frábært á svona útivelli. Við viljum samt þrjú stig og fara alla leið."

„Ef við eigum okkar besta leik þá eigum við alveg að geta unnið þá eins og við sýndum síðast heima. Það var allt með okkur, veðrið og boltarnir, þeir kvörtuðu yfir öllu. Við fengum snemma mark, það er mjög mikilvægt á móti svona liði, sérstaklega núna þegar þeir eru undir svona mikilli pressu."


Ari var minntur á að mörg stór nöfn eru í hollenska liðinu og svaraði strax: „Við erum líka með stór nöfn í okkar liði. Þeir eru með góða einstaklinga en ég tel okkur vera með betri liðsheild."

Það eru fjórir leikir eftir hjá Íslandi í undankeppninni og Ísland en á toppi riðilsins.

„Ég er ekki búinn að reikna út en ég er bara búinn að dreyma. Mig byrjaði að dreyma fyrir þessa keppni og sá draumur verður bara stærri og stærri. Það er lítið eftir en við erum bara að einbeita okkur að næsta leik og ætlum að taka eitt skref í einu."

Um 3000 stuðningsmenn Íslands verða á leiknum í Hollandi.

„Þetta er alveg ótrúlegt," sagði Ari. „Stuðningurinn heima og á útileikjum hefur verið geggjaður og ef ég þekki þá rétt þá verður massa stemmning hjá þeim allan leikinn hvernig sem fer. Þetta verður bara geggjað."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner