Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 03. september 2015 23:39
Elvar Geir Magnússon
Amsterdam
Aron Einar verður með gegn Kasökum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var frábær þegar Ísland vann 1-0 útisigur gegn Hollandi í kvöld. Hann gat þó ekki klárað leikinn þar sem hann bað um skiptingu í lok leiksins.

Aron sem hefur verið að glíma við meiðsli verður þó með á sunnudag þegar Ísland mætir Kasakstan á Laugardalsvelli og getur bókað farseðilinn á EM.

Um krampa var að ræða en ekki meiðsli.

„Ég fékk bara krampa í kálfana við að taka innkast. Þetta var nokkuð fyndið móment en þetta var bara krampi sem ég fékk enda ekki mikið spilað á tímabilinu. Ég held að ég hafi hlaupið fyrir allan peninginn í dag. Nú er bara endurheimt og reynt að sofna en hugurinn er á sunnudeginum,“ sagði Aron við Fótbolta.net eftir leikinn.

Hér má sjá viðtalið í heild sinni
Athugasemdir
banner
banner