Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 03. september 2015 10:30
Arnar Geir Halldórsson
Ashley Cole úti í kuldanum hjá Roma
Ashley Cole í leik með Roma
Ashley Cole í leik með Roma
Mynd: Getty Images
Enski bakvörðurinn Ashley Cole á enga framtíð hjá ítalska úrvalsdeildarliðinu Roma.

Cole gekk til liðs við Roma frá Chelsea síðasta sumar en lék aðeins sextán leiki með liðinu á síðustu leiktíð.

Hann gerði tveggja ára samning við ítalska félagið og á því ár eftir af samningi.

Rudi Garcia, stjóri Roma, reyndi að losna við Cole í sumar en án árangurs. Roma keypti Lucas Digne til að spila vinstri bakvarðarstöðuna og nokkuð ljóst að tækifæri þessa 34 ára fyrrum enska landsliðsmanns verða af skornum skammti.

Cole er til að mynda ekki í Meistaradeildarhópi Roma, hefur ekki verið í leikmannahópi liðsins í fyrstu tveim deildarleikjunum og fékk ekki númer fyrir tímabilið. Þá er hann ekki skráður á leikmannalista á heimasíðu félagsins.

Newcastle sýndi áhuga á Cole á lokadegi félagaskiptagluggans en samkvæmt ítölskum miðlum hafnaði kappinn öllum viðræðum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner