Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 03. september 2015 21:37
Alexander Freyr Tamimi
Danny Blind: Veit ekki hvað Martins Indi var að hugsa
Icelandair
Danny Blind var hundsvekktur með Martins Indi.
Danny Blind var hundsvekktur með Martins Indi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danny Blind, landsliðsþjálfari Hollands, var augljóslega ansi svekktur eftir 1-0 tap sinna manna gegn Íslandi í hans fyrsta leik við stjórnvölinn á Amsterdam Arena í kvöld.

Mögnuð frammistaða og mark frá Gylfa Sigurðssyni úr vítaspyrnu tryggðu Íslandi þrjú stig og næstum því farseðilinn á EM. Óhætt er að segja að ansi margt hafi fallið með Íslandi í kvöld. Arjen Robben fór meiddur af velli og Bruno Martens Indi fékk skömmu síðar heimskulegt rautt spjald fyrir að slá Kolbein Sigþórsson.

„Þetta var heimskulegt hjá Martens Indi," sagði Blind eftir leikinn, allt annað en sáttur með varnarmanninn.

„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Við pressuðum hátt á þá og þegar þetta var farið að ganga vel, þá skemmdum við fyrir okkur. Þetta er virkilega vont."

„Ég veit ekki hvað Bruno var að hugsa. Í fótbolta verður maður að halda haus."

Gregory van der Wiel gaf Íslandi svo víti eftir að hafa brotið augljóslega á Birki Bjarnasyni í teignum.

„Þetta á ekki að gerast hjá Greg. Hann er með nægilega mikla reynslu og á að standa í lappirnar í svona aðstæðum," sagði Blind svekktur.
Athugasemdir
banner
banner
banner