Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 03. september 2015 08:16
Elvar Geir Magnússon
Hörður Björgvin einn af 47 lánsmönnum Juventus
Hörður Björgvin Magnússon.
Hörður Björgvin Magnússon.
Mynd: Getty Images
Talsverð umræða hefur verið á Englandi um þann hátt Chelsea að semja við fjölmarga leikmenn og lána þá síðan hingað og þangað um Evrópu.

Alls eru 33 leikmenn í eigu Chelsea sem eru í láni hjá öðrum félögum og margir telja félagið vera að hamla þróun á ferlum margra leikmanna.

Það félag sem á samt metið í lánsmönnum er Juventus en alls eru 47 leikmenn samningsbundnir félaginu sem eru á lánssamningur annarstaðar.

Þar á meðal er Hörður Björgvin Magnússon sem er hjá Cesena.

Lista yfir alla lánsmenn Juve má sjá hér að neðan.
Athugasemdir
banner
banner