fim 03. september 2015 08:23
Elvar Geir Magnússon
Amsterdam
Ísland í fyrsta sinn fyrir ofan Frakkland á heimslistanum
Icelandair
Mynd: FIFA
Ísland er í 23 sæti á heimslista FIFA sem uppfærður var í morgun, íslenska liðið fer upp um eitt sæti frá síðasta lista.

Ísland er í fyrsta sinn fyrir ofan Frakkland á heimslistanum en Frakkar hafa verið að falla niður listann og eru sæti fyrir neðan okkar lið.

Ísland hefur aldrei komist ofar en 23. sætil á styrkleikalistanum.

Argentína trónir á toppi listans, Belgía er í öðru sæti og Þýskaland er í því þriðja.

Stærsta fréttin í breskum miðlum er að sjálfsögðu sú staðreynd að Wales er fyrir ofan England í fyrsta sinn. Wales er í níunda sæti en England tíunda.

Ísland á möguleika á að hækka sig enn frekar með góðum úrslitum í komandi leikjum en í kvöld verður leikið gegn Hollandi eins og hefur ekki farið framhjá lesendum.
Athugasemdir
banner
banner
banner