fim 03. september 2015 08:00
Magnús Már Einarsson
Amsterdam
Jón Daði: Viking og Selfoss líklega ekki vinaklúbbar eftir þetta
Icelandair
Jón Daði Böðvarsson á æfingu Íslands í Amsterdam í fyrradag.
Jón Daði Böðvarsson á æfingu Íslands í Amsterdam í fyrradag.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Þetta er svolítið spes og ég get alveg viðurkennt að þetta var erfitt," sagði Jón Daði Böðvarsson við Fótbolta.net í gær en hann samdi á dögunum við Kaiserlautern í Þýskalandi og yfirgefur því Viking frá Stavangri í Noregi í lok tímabilsins þar í landi.

„Þeir neituðu fjórum tilboðum sem voru að mínu mati góð tilboð. Það var leiðinlegt að geta ekki komist strax vegna þess að það hefði verið fínt upp á undirbúninginn að kynnast fyrst í staðinn fyrir að koma um mitt tímabil sem getur verið aðeins erfiðara. Þá var það upp á mig komið hvort ég vildi vera í fýlu úti í horni eða rífa sig upp og gera það besta úr málunum."

„Ég er rosalega spenntur fyrir þessu. Þetta er stór deild þó þetta sé önnur Bundesligan og þeir ætla sér upp. Stór klúbbur með góða sögu og rosa flottir stuðningsmenn, þeir hafa allt."


Jón Daði var spurður hvort fleiri lið hafi verið inni í myndinni hjá honum? „Í rauninni ekki, þetta var aðal liðið sem var lang mest áhugasamt. Það voru önnur lið með mig á blaði en það var ekkert meira."

Selfoss, uppeldisfélag Jóns Daða, fær sinn hlut af sölu Jóns Daða milli landa en Viking hafnaði tilboðunum svo hann fer frítt eftir tímabilið og þá fær Selfoss ekkert í sinn hlut.

„Ég hugsa að þeir séu alls ekki sáttir, Viking og Selfoss eru líklega ekki vinaklúbbar eftir þetta. En svona er fótboltinn."

Smelltu hér til að sjá viðtalið í heild sinni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner