fim 03. september 2015 20:03
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Ísland er komið yfir í Amsterdam
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið er komið yfir gegn Hollendingum á Amsterdam Arena.

Íslendingar eru manni fleiri og búnir að eiga skot í stöng og besta færi leiksins hingað til.

Birkir Bjarnason komst inn í teig og lék þar á Gregory van der Wiel, sem reyndi að tækla boltann en endaði á því að brjóta af sér.

Van der Wiel fékk gult spjald og Birkir vítaspyrnu, sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði úr. Myndband af markinu má sjá hér fyrir neðan, en Jasper Cillessen var nálægt því að verja vítaspyrnuna þar sem hann kom hnefanum í knöttinn áður en hann fór inn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner