Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 03. september 2015 07:00
Elvar Geir Magnússon
Rosalegur leikjafjöldi í Kickoff CM
Mennirnir á bak við Kickoff.
Mennirnir á bak við Kickoff.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Þetta fer af stað með látum,“ segir Guðni Rúnar Gíslason leikjahönnuður Digon Games sem gaf út fótboltaleikinn Kickoff CM á dögunum. Guðni segir í samtali við Fótbolti.net ótrúlegt hve mikið notendur hafi spilað leikinn enda hleypur leikjafjöldinn á tugum þúsunda.

„Á nokkrum dögum voru notendur leiksins búnir að spila sem samsvarar 100 tímabilum í enska boltanum. Í íslensku samhengi gera það tæplega 300 tímabil í Pepsi deild karla og um 420 tímabil í Pepsi deild kvenna. Þannig að við erum ótrúlega sáttir við áhugann á leiknum og þann ótrúlega kraft og tíma sem notendur eru að setja í leikinn. Það er svo sannarlega ekkert hægt að setja út á úthald notenda í leiknum hjá okkur,“ segir Guðni.

Hann segir mikla spennu hafa myndast í leiknum og er toppbaráttan sérstaklega skemmtileg.

„Það er hörð barátta um toppinn sérstaklega á milli liðanna Hagskinnu og Skotspóns sem skipt hafast á toppsætinu frá opnun leiksins."
Athugasemdir
banner
banner