Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 03. september 2015 21:05
Alexander Freyr Tamimi
Icelandair Godsamskipti
Ísland vann ótrúlegan sigur í Hollandi.
Ísland vann ótrúlegan sigur í Hollandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland vann ótrúlegan 1-0 útisigur gegn Hollandi í undankeppni EM 2016 í kvöld. Mark frá Gylfa Þór Sigurðssyni tryggði Íslandi sögulegan sigur og er liðið komið langleiðina í lokakeppni Evrópumótsins í Frakklandi.

Íslenska þjóðin fór á hliðina eftir leikinn og það skiljanlega. Hér að neðan má sjá nokkur vel valin tíst.

Páll Sævar Guðjónsson, Röddin:
Another day at the office #áframÍsland #Euro2016

Benedikt Bóas Hinriksson, blaðamaður: :
Hey @Icelandair. Er miðnæturflug til Amsterdam i boði? Held við séum svona 16 þúsund sem væru til i að fara i partýið sem þar verður

Egill Einarsson, Gillz: :
Elska þig Director!!!!!! @hanneshalldors

Elvar Geir Magnússon, Fótbolta.net: :
Fjölmargir hollenskir stuðningsmenn stóðu á fætur og klöppuðu fyrir íslenska liðinu #gæsahúð #fotboltinet

Þórarinn Ingi Valdimarsson, FH: :
Haha Íslendingar halda skemmtistöðum Hollands uppi þessa helgina

Daníel Rúnarsson: :
Hey, munið þið þegar King @hanneshalldors ætlaði að henda hönskunum á hilluna og fara að taka upp auglýsingar? #CleansheetNesi

Sunnudagur, komdu fagnandi. Miðinn minn er til sölu fyrir sautján milljarða.

Kolbeinn Tumi Daðason, Fréttablaðinu og Vísi: :
Fjölmiðlamenn vita ekki hvort þeir eiga að hlæja eða gráta. Menn fallast í faðma og það er stutt í tárin, gæsahúðina. Allt saman. Vá....

Fyrsta þjóðin sem leggur Holland að velli í báðum leikjum í undankeppni. Fyrsta þjóðin sem vinnur keppnisleik á Amsterdam Arena. Ísland!

Aron Jóhannsson, framherji Werder Bremen og bandaríska landsliðsins: :
Gjörsamlega magnað afrek hjá strákunum!! #Iceland #France2016

Atli Viðar Björnsson, FH: :
Ráðningin á Lagerback besta ákvörðun íslenskrar íþróttasögu?

Viktor Unnar Illugason, HK: :
Eg hringdi mig inn veikan a manudag i skólann nuna #em2016

Atli Fannar Bjarkason, Nútímanum: :
Ég er að grenja. Þvílíkur leikur. Gæsahúðin er að rífa mig í sundur.

James Montague, fréttamaður og rithöfundur: :
I was in Zagreb when Iceland lost their play off game. Lagerback was devastated. Gudjonson was in tears, retired on the spot.

Þorsteinn Haukur Harðarson, Sport.is: :
Hollenski hrokinn 0-1 íslenska hjartað #roadtofrance

Hörður Snævar Jónsson, 433.is: :
Vorkenni þeim sem eru ekki í Amsterdam. Maður leyfir sér mögulega einn í kvöld hérna #France2016

Magnús Már Einarsson, Fótbolta.net: :
Landsliðsmennirnir voru fyrst núna að fara inn í klefa.Tóku hring á vellinum og þökkuðu öllum Íslendingum fyrir magnaðan stuðning. Halló EM!

Guðjón Guðmundsson, Gaupi: :
Þetta íslenska lið er á Guðs vegum. Magnað. Ólýsanlegt. Þeir verða velkomnir til Frakklands. Systembolaget. Opið. Eina.

Rikki G, útvarpsmaður og lýsandi: :
Þurfa stjórnvöld ekki að hafa það á hreinu að leyfa lengri opnun á skemmtistöðum næsta sunnudag?? #1punktur

Guðmundur Marínó, Fréttablaðinu: :
Gæsahúðin fer ekki. Ég væri líklega dauður í Hollandi. Þvílíkt landslið. #roadtoFrance #hetjurnarokkar

Hörður Ágústsson, Maclandi:
Guð blessi þig Lars Lägerback #aframisland

S. Mikael Jónsson, DV:
Fyrir rétt rúmu ári síðan varð þetta hollenska landslið í 3. sæti HM í Brasilíu. Síðan gerðist Ísland! #fotboltinet #Magnaðir

Athugasemdir
banner
banner