Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
   sun 03. september 2017 14:00
Magnús Már Einarsson
Mikael valdi Ísland fram yfir Danmörk: Erfið ákvörðun
„Það er frábært að vera á Íslandi aftur. Ég hef hlakkað til að koma aftur til Íslands og þetta er stórt fyrir mig og fjölskyldu mína," sagði Mikael Neville Anderson við Fótbolta.net á æfingu íslenska U21 árs landsliðsins á föstudag.

Mikael verður í eldlínunni með U21 árs landsliðinu gegn Albaníu í undankeppni EM á morgun. Mikael hefur búið í Danmörku frá 11 ára aldri og hann á að baki leiki með U18 og U19 ára landsliðum Dana.

Móðir Mikael er frá Íslandi en faðir hans er frá Jamaíka. Hann hefur nú ákveðið að spila frekar með íslenska U21 árs landsliðinu heldur en því danska. Hvað sögðu Danirnir um þá ákvörðun?

„Þeir voru ekki ánægðir með það. Þeir vissu samt að ég vildi spila fyrir Ísland því ég fjölskyldu frá Íslandi. Þetta var erfitt val en ég valdi Ísland af því að fjölskyldan er héðan."

Mikael er á mála hjá FC Midtjylland en hann spilaði sína fyrstu leiki í dönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

„Ég var búinn að bíða lengi eftir því. Núna er ég að fara á láni í Vendsyssel í 1. deildinni til að spila meira og fá meiri reynslu. Síðan kem ég til baka í FC Midtjylland og þá þarf ég að spila meira."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner