Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
   lau 03. október 2015 19:35
Fótbolti.net
Bestur í 22. umferð: Ég vil finna gleðina á ný
Gary Martin (KR)
Gary Martin og Gonzalo Balbi.
Gary Martin og Gonzalo Balbi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary Martin, sóknarmaður KR, segist hafa lært mikið á liðnu tímabili. Hann er leikmaður umferðarinnar úr 22. og síðustu umferð deildarinnar eftir að hafa skorað tvö mörk þegar KR vann 5-2 sigur gegn Víkingum.

Tímabilið hefur verið erfitt fyrir Gary sem hefur ekki átt fast sæti í liðinu og ekki farið leynt með óánægju sína.

Lestu um leikinn: KR 5 -  2 Víkingur R.

„Ég get ekki sagt hvort þetta hafi verið minn síðasti leikur fyrir KR. Það er erfitt að fullyrða í fótbolta. Ég væri til í að þetta hafi ekki verið minn síðasti leikur en það er samt líklegt. Það er erfitt að yfirgefa stærsta félag á Íslandi," sagði Gary Martin í viðtali eftir leik.

„Að mínu mati eru ég og Hólmbert (Aron Friðjónsson) tveir af bestu sóknarmönnum deildarinnar. Við getum ekki spilað báðir í hveri viku. Sjáum hvað gerist. Það er hvorki pottþétt að ég fari né að ég verði áfram. Þetta hefur ekki verið gott ár."

En gæti verið að hann fari til Noregs?

„Ég hef verið orðaður við mörg lið. Ég hef verið orðaður við Val, Breiðablik og Lilleström. Ég er mest ánægður meðan ég er að spila og ég vil spila. Ég vil finna gleðina á ný," sagði Gary Martin sem er ósáttur við lítinn spiltíma í sumar.

„Ég tel að ég hafi sýnt það gegn bestu liðunum að ég hefði átt að spila meira."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar segir Gary Martin meðal annars að það sé tvennt ólíkt að spila undir stjórn Bjarna Guðjónssonar og Rúnars Kristinssonar.

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
21. umferð: Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
20. umferð: Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
19. umferð: Steven Lennon (FH)
18. umferð: Kassim Doumbia (FH)
17. umferð: Patrick Pedersen (Valur)
16. umferð: Jonathan Glenn (Breiðablik)
15. umferð: Jose Sito (ÍBV)
14. umferð: Kristinn Jónsson (Breiðablik)
13. umferð: Emil Pálsson (FH)
12. umferð: Vladimir Tufegdzic (Víkingur)
11. umferð: Bjarni Ólafur Eiríksson (Valur)
10. umferð: Rasmus Christiansen (KR)
9. umferð: Ásgeir Marteinsson (ÍA)
8. umferð: Kristinn Jónsson (Breiðablik)
7. umferð: Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
6. umferð: Steven Lennon (FH)
5. umferð: Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
4. umferð: Skúli Jón Friðgeirsson (KR)
3. umferð: Sigurður Egill Lárusson (Valur)
2. umferð: Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan)
1. umferð: Hilmar Árni Halldórsson (Leiknir)
Athugasemdir
banner