Bayern hefur áhuga á Jackson - Isak ekki að fara að spila æfingaleiki - Höjlund á blaði Milan
Gústi Gylfa: Ég skal gera þá að hetjum
Halli Hróðmars: Hann er algjörlega ómetanlegur fyrir okkur
Stoltur að leiða Grindavíkurliðið - „Þetta er miklu meira en fótbolti"
Bjarni Jó: Þurfum bara að fjölga góðu mínútunum og fækka þeim slæmu
Gunnar Heiðar: Hef séð þrjár fæðingar á ævinni og þessi er langerfiðust af þeim
Jóhann Birnir: Var vælandi allan leikinn
Gunnar Már brjálaður út í dómgæsluna: Af hverju eru menn að ljúga
Óli Kristjáns: Skiptir engu máli hvort ég sé sammála eða ósammála
„Þegar það rignir þá hellirignir“
Hemmi: Sex leikir eftir og allt eins og það á að vera
Einar Guðna: Ætla ekki að lasta þá sem voru á undan mér eða hefja mig upp
Addi Grétars: Held þetta hafi verið eina skotið þeirra á markið í seinni
Þórdís Elva: Ekkert að hugsa um atvinnumenskuna
Siggi Höskulds: Þetta er eitthvað nýtt hjá liðinu
Einar Freyr hetja Þórs í Árbænum „Komið sterkur til baka og er ánægður að vera hjálpa liðinu"
„Getum gleymt því ef við ætlum alltaf að gera stærsta andstæðinginn úr okkur sjálfum"
Matti extra stoltur í dag - „Er ekki með héraðsprófið í dómgæslu"
Óskar Smári: Fimm mínútna kafli þar sem við hendum leiknum frá okkur
Nikolaj Hansen: Hefði átt að fara 5-0
Gylfi: Það er eitthvað sérstakt að gerast hérna
   lau 03. október 2015 19:35
Fótbolti.net
Bestur í 22. umferð: Ég vil finna gleðina á ný
Gary Martin (KR)
Gary Martin og Gonzalo Balbi.
Gary Martin og Gonzalo Balbi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary Martin, sóknarmaður KR, segist hafa lært mikið á liðnu tímabili. Hann er leikmaður umferðarinnar úr 22. og síðustu umferð deildarinnar eftir að hafa skorað tvö mörk þegar KR vann 5-2 sigur gegn Víkingum.

Tímabilið hefur verið erfitt fyrir Gary sem hefur ekki átt fast sæti í liðinu og ekki farið leynt með óánægju sína.

Lestu um leikinn: KR 5 -  2 Víkingur R.

„Ég get ekki sagt hvort þetta hafi verið minn síðasti leikur fyrir KR. Það er erfitt að fullyrða í fótbolta. Ég væri til í að þetta hafi ekki verið minn síðasti leikur en það er samt líklegt. Það er erfitt að yfirgefa stærsta félag á Íslandi," sagði Gary Martin í viðtali eftir leik.

„Að mínu mati eru ég og Hólmbert (Aron Friðjónsson) tveir af bestu sóknarmönnum deildarinnar. Við getum ekki spilað báðir í hveri viku. Sjáum hvað gerist. Það er hvorki pottþétt að ég fari né að ég verði áfram. Þetta hefur ekki verið gott ár."

En gæti verið að hann fari til Noregs?

„Ég hef verið orðaður við mörg lið. Ég hef verið orðaður við Val, Breiðablik og Lilleström. Ég er mest ánægður meðan ég er að spila og ég vil spila. Ég vil finna gleðina á ný," sagði Gary Martin sem er ósáttur við lítinn spiltíma í sumar.

„Ég tel að ég hafi sýnt það gegn bestu liðunum að ég hefði átt að spila meira."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar segir Gary Martin meðal annars að það sé tvennt ólíkt að spila undir stjórn Bjarna Guðjónssonar og Rúnars Kristinssonar.

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
21. umferð: Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
20. umferð: Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
19. umferð: Steven Lennon (FH)
18. umferð: Kassim Doumbia (FH)
17. umferð: Patrick Pedersen (Valur)
16. umferð: Jonathan Glenn (Breiðablik)
15. umferð: Jose Sito (ÍBV)
14. umferð: Kristinn Jónsson (Breiðablik)
13. umferð: Emil Pálsson (FH)
12. umferð: Vladimir Tufegdzic (Víkingur)
11. umferð: Bjarni Ólafur Eiríksson (Valur)
10. umferð: Rasmus Christiansen (KR)
9. umferð: Ásgeir Marteinsson (ÍA)
8. umferð: Kristinn Jónsson (Breiðablik)
7. umferð: Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
6. umferð: Steven Lennon (FH)
5. umferð: Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
4. umferð: Skúli Jón Friðgeirsson (KR)
3. umferð: Sigurður Egill Lárusson (Valur)
2. umferð: Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan)
1. umferð: Hilmar Árni Halldórsson (Leiknir)
Athugasemdir
banner
banner