Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 03. október 2015 21:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikur blásinn af hjá Kolbeini og félögum vegna veðurs
Kolbeinn Sigþórsson
Kolbeinn Sigþórsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hætta þurfti leik Nantes og Nice í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld á upphafsmínútum seinni hálfleiks vegna úrhellis rigningar, en frá þessu greindi Nantes á Twitter síðu sinni.

Kolbeinn Sigþórsson var að venju í byrjunarliði Nantes, en staðan var 2-2 þegar leikurinn var flautaður af

Nú er það svo orðið ljóst að leikinn verður nýr leikur og þau mörk sem skoruð voru í leiknum munu ekki gilda.

Mynd og myndskeið frá leiknum í kvöld má sjá hér að neðan.








Athugasemdir
banner
banner