Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 03. október 2015 16:51
Ívan Guðjón Baldursson
Ranieri setti Mahrez á bekkinn: Vill nota enska leikmenn
Markmiðið eru 40 stig
Mynd: Getty Images
Leicester City lagði Norwich af velli í dag og var Riyad Mahrez geymdur á bekknum.

Mahrez hefur verið, ásamt Jamie Vardy, algjör lykilmaður hjá Leicester í upphafi tímabils en Ranieri segist vilja einbeita sér að því að nota enska leikmenn.

„Mér finnst mikilvægt að nota mikið af enskum leikmönnum til að viðhalda liðsandanum," sagði Ranieri þegar hann var spurður út í hvers vegna Mahrez væri á bekknum.

„Þessi leikur var ein löng barátta. Við vildum eiga góðan leik eftir tapið gegn Arsenal og ég er sáttur með frammistöðuna. Mér líkar það þegar mikil barátta er í leikjum.

„Það hefðu getað verið margar vítaspyrnur í þessum leik. Það var alltaf svakalegt peysutog í gangi í hverri einustu hornspyrnu.

„Við fengum átta eða níu færi og þetta var góður leikur fyrir stuðningsmennina."


Ranieri segir að markmiði tímabilsins verði bráðum náð ef gengi liðsins heldur áfram að vera svona gott.

„Við erum með 15 stig, okkur vantar 25 í viðbót til að tryggja sætið í deildinni. Eftir að við náum þessum 40 stigum þá kemur í ljós hvaða markmið við setjum okkur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner