Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 03. október 2015 16:31
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Örebro óstöðvandi - Íslendingaliðin að bjarga sér
Hjörtur Logi Valgarðsson er, ásamt Eiði Aroni Sigurbjörnssyni, fastamaður í byrjunarliði Örebro.
Hjörtur Logi Valgarðsson er, ásamt Eiði Aroni Sigurbjörnssyni, fastamaður í byrjunarliði Örebro.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Eiður Aron Sigurbjörnsson og Hjörtur Logi Valgarðsson léku allan leikinn í vörn Örebro sem virðist ekki geta hætt að vinna eftir herfilega byrjun á tímabilinu.

Örebro var í botnbaráttunni þangað til liðið tók upp á því fyrir nokkrum vikum að byrja að vinna leikina sína.

Nú er liðið komið úr botnbaráttunni og búið að tryggja sæti sitt í efstu deild sænska boltans.

Rúnar Már Sigurjónsson lék þá allan leikinn fyrir Sundsvall sem lagði Gefle af velli. Jón Guðni Fjóluson kom einnig við sögu í leiknum en sigurinn er gríðarlega mikilvægur og kemur eftir langa tapleikjahrinu.

Sundsvall er sjö stigum frá fallbaráttunni þegar þrjár umferðir eru eftir.

Örebro 2 - 1 Falkenberg
0-1 Gustaf Nilsson ('3, víti)
1-1 Karl Holmberg ('17)
2-1 Martin Broberg ('56)

Sundsvall 2 - 1 Gefle
1-0 Dennis Olsson ('7)
1-1 Johan Oremo ('57)
2-1 Pa Dibba ('72)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner