Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mán 03. nóvember 2014 08:30
Alexander Freyr Tamimi
Heimild: Íþróttafréttir Stöðvar 2 
Bjarni Guðjóns: KR verður Íslandsmeistari
Bjarni stefnir hátt með KR.
Bjarni stefnir hátt með KR.
Mynd: Fótbolti.net - Mate Dalmay
Bjarni Guðjónsson, nýráðinn þjálfari KR, ætlar að gera liðið að Íslandsmeisturum. Þetta sagði hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.

Bjarna er ætlað að fylla í skarð Rúnars Kristinssonar, sem tekur líklega við Lilleström á næstu dögum, og hann stefnir hátt.

,,Þetta er öðruvísi, en ég hef fengið ágætis reynslu í fyrra á því að fara yfir í hitt sætið og það á vonandi eftir að nýtast mér vel í þessu nýja starfi," sagði Bjarni við Guðjón Guðmundsson á Stöð 2.

,,Kröfurnar eru miklar en það er að hluta til það sem er spennandi við starfið, að fara inn í umhverfi þar sem kröfurnar eru miklar. En umgjörðin er líka mjög góð og hér leggjast allir á eitt til þess að liðið sé gott, til þess að árangur náist, ekki bara þjálfarinn og leikmenn heldur allir sem að félaginu koma."

,,Við ætlum að sækja þegar við erum með boltann og verjast án hans, en við vitum það líka að stuðningsmenn KR eru kröfuharðir. Við erum það líka, við ætlum að fá góða leikmenn og við höfum góða leikmenn, við ætlum að spila skemmtilegan fótbolta."

,,KR verður Íslandsmeistari."

Athugasemdir
banner
banner