sun 03. desember 2017 15:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aliou Traore til Manchester United (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Aliou Traore, 16 ára gamall miðjumaður, er genginn í raðir enska stórliðsins Manchester United.

Hann var áður á mála hjá Paris Saint-Germain, en hann á leiki fyrir U17 landslið Frakklands.

Hann spilaði sinn fyrsta leik sem leikmaður Manchester United þegar U18 lið félagsins tapaði 3-2 gegn Wolves.

„Traore er strákur sem við höfum verið að fylgjast með lengi," sagði Kieran McKenna, þjálfari U18 hjá United, við MUTV.

„Hann er kraftmikill miðjumaður sem getur hlaupið upp og niður völlinn. Hann er sterkur tæknilega og er alltaf að bæta sig. Hann er líka góður strákur og er að bæta sig í ensku."



Athugasemdir
banner
banner
banner