Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 03. desember 2017 08:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Andri Már í Aftureldingu - Jason og Steinar framlengja
Andri Már Hermannsson er kominn til Aftureldingar.
Andri Már Hermannsson er kominn til Aftureldingar.
Mynd: Afturelding
Jason Daði Svanþórsson.
Jason Daði Svanþórsson.
Mynd: Afturelding
Steinar Ægisson.
Steinar Ægisson.
Mynd: Afturelding
Afturelding hefur fengið bakvörðinn Andra Má Hermannsson til liðs við sig frá Gróttu. Andri skrifaði undir tveggja ára samning við Aftureldingu í vikunni.

Hinn 23 ára gamli Andri Már er uppalinn í Fylki og spilaði fyrir liðið í efstu deild 2010-2013. Hann á ennfremur fjölda landsleikja með U17 og U19 ára liðum Íslands. Andri Már varð fyrir alvarlegum meiðslum og sleit krossbönd í hné en spilaði ellefu leiki í Inkasso-deildinni síðastliðið sumar með Gróttu.

Jason Daði Svanþórsson og Steinar Ægisson skrifuðu einnig undir nýja tveggja ára samninga við Aftureldingu en þeir eru báðir uppaldir hjá félaginu.

„Steinar er 25 ára miðjumaður sem hefur skorað 23 mörk í 129 meistaraflokksleikjum. Steinar hefur spilað lengi með meistaraflokki félagsins og átt nokkur framúrskarandi tímabil í treyju Aftureldingar. Steinar hefur æft af miklum krafti nú í haust og er mikils vænst af honum á komandi tímabili," segir í fréttatilkynningu.

„Jason er 17 ára kantmaður sem steig sín fyrstu skref með meistaraflokki síðastliðið sumar en skoraði tvö mörk í fjórum leikjum og stimplaði sig hraustlega inn í deildina. Jason lífgaði verulega uppá sóknarleik Aftureldingar undir lok síðasta tímabils. Hann hefur haldið áfram að taka stórstígum framförum í haust og hefur nú stimplað sig inn sem lykilmaður í meistaraflokki Aftureldingar."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner