Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 03. desember 2017 16:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bröndby vann í Íslendingaslag - Guðlaugur Victor á skotskónum
Guðlaugur Victor er líklega farinn að gera tilkall í landsliðið.
Guðlaugur Victor er líklega farinn að gera tilkall í landsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bröndby er á toppnum í Danmörku. Liðið hafði betur gegn Sönderjyske í Íslendingaslag á þessum sunnudegi.

Hjörtur Hermannsson sat allan tímann á varamannabekknum hjá Bröndby en hjá heimamönnum í Sönderjyske spilaði Eggert Gunnþór Jónsson 82 mínútur á miðsvæðinu.

Leikurinn endaði 3-1 fyrir Bröndby sem er nú með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar. Sönderjyske er í níunda sætinu.

Í Sviss var Guðlaugur Victor Pálsson á skotskónum. Hann hefur verið frábær að undanförnu fyrir Zürich og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, er örugglega að fylgjast með.

Zürich vann St. Gallen 3-1 í úrvalsdeildinni í Sviss, en á sama tíma tapaði Grasshopper 1-0 gegn Lugano. Rúnar Már Sigurjónsson var ekki í hóp hjá Grasshopper, en hann er búinn að vera meiddur.

Zürich er í þriðja sæti og Grasshopper í því fimmta.

Danmörk
SönderjyskE 1 - 3 Bröndby
0-1 Paulus Arajuuri ('12)
1-1 Christian Jakobsen ('36)
1-2 Hany Mukhtar ('64)
1-3 Jan Kliment ('72)

Sviss
St. Gallen 1 - 3 Zürich
0-1 Guðlaugur Victor Pálsson ('7)
0-2 Adrian Winter ('12)
1-2 Roman Buess ('45)
1-3 Raphael Dwamena ('82)



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner