Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 03. desember 2017 15:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Man City og West Ham: Joe Hart má ekki spila
Fylgst með gangi mála á úrslitaþjónustu á forsíðu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Seinni leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni hefst 16:00. Þá fær topplið Manchester City eitt slakasta lið deildarinnar, hingað til, West Ham í heimsókn á Etihad-völlinn í Manchester.

City hefur spilað glimrandi fótbolta og ekki enn tapað í deildinni. West Ham hefur lítið annað gert en að tapa en David Moyes var á dögunum fenginn til að snúa genginu við. Það lítið breyst undir hans stjórn, að minnsta kosti á þessu tímapunkti.

Pep Guardiola gerir fjórar breytingar á byrjunarliði sínu eftir sigurinn á Southampton í miðri viku. Vincent Kompany, Gundogan, Fernandinho og Gabriel Jesus taka sér sæti á varamannabekknum og í þeirra stað Sane, David Silva og Danilo, ásamt Eliaquim Mangala sem er að byrja sinn fyrsta deildarleik á tæpum 18 mánuðum.

Moyes gerir líka fjórar breytingar, en í byrjunarliði hans er enginn hreinræktaður sóknarmaður. Moyes getur ekki notað Joe Hart í dag þar sem hann er í láni frá Manchester City.

Pablo Zabaleta er með fyrirliðabandið hjá West Ham er hann mætir á sinn gamla heimavöll á þessum sunnudegi.

Hér að neðan eru byrjunarliðin.

Byrjunarlið Man City:Ederson, Walker, Mangala, Danilo, Otamendi, Delph, De Bruyne, Silva, Sterling, Aguero, Sane.
(Varamenn: Bravo, Kompany, Gundogan, Silva, Fernandinho, Jesus, Toure)

Byrjunarlið West Ham: Adrian, Cresswell, Zabaleta, Obiang, Ogbonna, Kouyate, Rice, Antonio, Fernandes, Masuaku, Lanzini.
(Varamenn: Trott, Arnautovic, Sakho, Ayew, Martinez, Quina, Johnson)





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner