Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 03. desember 2017 17:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Man City vann West Ham eftir mikla baráttu
City-menn fagna hér sigurmarkinu.
City-menn fagna hér sigurmarkinu.
Mynd: Getty Images
Manchester City 2 - 1 West Ham
0-1 Angelo Ogbonna ('45 )
1-1 Nicolas Otamendi ('57 )
2-1 David Silva ('83 )

David Silva reyndist hetja Manchester City sem lenti í miklum erfiðleikum með West Ham í ensku úrvalsdeildinni. Leiknum var að ljúka núna rétt í þessu.

City var meira með boltann til að byrja með, en West Ham lokaði vel á sóknaraðgerðir lærisveina Guardiola. Fyrsta markið kom undir lok fyrri hálfleiks og það gerði varnarmaðurinn Angelo Ogbonna fyrir West Ham og staðan 1-0 í hálfleik.

Forysta West Ham endist ekki lengi í seinni hálfleiknum þar sem Nicholas Otamendi jafnaði á 57. mínútu.

City sótti stíft eftir það en Adrian, sem var í marki West Ham í dag, varði oft á tíðum mjög vel. West Ham náði að halda stöðunni jafnri alveg fram á 83. mínútu, en þá skoraði David Silva sigurmarkið.

City með 2-1 sigur og enn ein þrjú stigin. Liðið er á toppnum og heldur góðu bili á næstu lið. West Ham er hins vegar í næst neðsta sæti með 10 stig, eða 33 stigum minna en Man City.
Athugasemdir
banner
banner
banner