Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 03. desember 2017 13:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Markvörðurinn krækti í stig fyrir Benevento gegn Milan
Alberto Brignoli.
Alberto Brignoli.
Mynd: Getty Images
Benevento 2 - 2 Milan
0-1 Giacomo Bonaventura ('38 )
1-1 George Puscas ('50 )
1-2 Nikola Kalinic ('57 )
2-2 Alberto Brignoli ('90 )
Rautt spjald:Alessio Romagnoli, Milan ('75)

Leik Benevento og AC Milan í Seríu A lauk með hvelli. AC Milan var að leika sinn fyrsta leik undir stjórn Gennaro Gattuso, en hann fær ekki draumabyrjun í sínu nýja starfi.

AC Milan komst þó yfir og leiddi 1-0 í hálfleik með marki Giacomo Bonaventura á 38. mínútu.

Benevento, sem var án stiga fyrir leikinn, jafnaði á 50. mínútu, en Nikola Kalinic kom Milan aftur yfir stuttu síðar.

Þegar stundarfjórðungur fékk varnarmaðurinn Alessio Romagnoli sitt annað gula spjald og þar með rautt. Milan virtist ætla að halda út á 10 mönnum en á síðustu stundu í uppbótartímanum tókst Benevento að jafna. Það var markvörðurinn Alberto Brignoli sem skoraði!

Benevento er nú með eitt stig eftir 15 leiki og er á botninum. Milan er í sjöunda sæti með 21 stig.






Athugasemdir
banner
banner