Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 03. desember 2017 15:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Perisic með þrennu - Auðvelt hjá Inter og Fiorentina
Perisic og Icardi voru báðir á skotskónum.
Perisic og Icardi voru báðir á skotskónum.
Mynd: Getty Images
Eftir ótrúlegan forrétt í ítalska boltanum í dag var komið að "aðalréttinum". Þrír leikir voru að klárast.

Inter fékk Chievo í heimsókn, eftir að hafa hlegið að óförum nágranna sinna í AC Milan gegn Benevento fyrr í dag.

Með Ivan Perisic fremstan í flokki fór Inter létt með Chievo. Perisic, sem var sterklega orðaður við Manchester United í sumar, skoraði þrennu í 5-0 sigri. Hin mörkin gerðu Argentínumaðurinn Mauro Icardi og varnarmaðurinn sterki, Milan Skriniar.

Eftir þessi úrslit er Inter komið á topp ítölsku úrvalsdeildarinnar, á undan Juventus, Napoli og Roma.

Fiorentina vann auðveldan sigur á Sassuolo. Giovanni Simeone, sonur Diego Simeoneo, og Federico Chiesa, sonur Enrico Chiesa voru á skotskónum í 3-0 sigri Fiorentina.

Bologna og Cagliari skildu svo jöfn. Mattia Destro jafnaði metin fyrir Bologna á 81. mínútu og bjargaði stigi fyrir Bologna.

Bologna 1 - 1 Cagliari
0-1 Joao Pedro ('42 )
1-1 Mattia Destro ('81 )

Fiorentina 3 - 0 Sassuolo
1-0 Giovanni Simeone ('32 )
2-0 Jordan Veretout ('42 )
3-0 Federico Chiesa ('71 )

Inter 5 - 0 Chievo
1-0 Ivan Perisic ('23 )
2-0 Mauro Icardi ('38 )
3-0 Ivan Perisic ('57 )
4-0 Milan Skriniar ('60 )
5-0 Ivan Perisic ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner