banner
   sun 03. desember 2017 19:43
Ívan Guðjón Baldursson
Pep: Adrian tók 30 sekúndur í hvert einasta spark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pep Guardiola er stoltur af sínum mönnum fyrir að hafa tekist að brjóta varnarmúr West Ham á bak aftur í tvígang í síðari hálfleik.

Liðin mættust fyrr í kvöld og komust Hamrarnir yfir í fyrri hálfleik. Heimamenn jöfnuðu snemma í síðari hálfleik og gerði David Silva sigurmarkið á 83. mínútu.

„Við byrjuðum mjög vel en misstum svo þolinmæðina. Við náðum ekki að halda nógu góðu flæði í leiknum því Adrian (markvörður West Ham) tók sér 30 sekúndur í hvert einasta spark," sagði Pep.

„Þeir spiluðu með 10 leikmenn inni í vítateig. Það er nánast ómögulegt að komast í gegnum það, en okkur tókst það. Þetta er stór sigur sem sannar úr hverju við erum gerðir.

„Okkur gekk betur með tvo sóknarmenn inná, við sköpuðum okkur meira. Ég lærði mikið af þessum leik."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner