Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 03. desember 2017 11:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pogba pirraður út í Koscielny
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Paul Pogba fékk að líta rauða spjaldið þegar Manchester United og Arsenal mættust í stórleik helgarinnar í enska boltanum í gær. Rauða spjaldið fékk Pogba þegar hann steig á Hector Bellerin, bakvörð Arsenal, um miðjan seinni hálfleikinn.

Rauða spjaldið kom ekki að sök fyrir United sem vann 3-1.

Það gæti þó komið að sök um næstu helgi þegar United mætir nágrönnum sínum í City í algjörum toppslag. Pogba verður í leikbanni í þeim leik og verður að fylgjast með frá hliðarlínunni.

„Ég sá ekki tæklinguna," sagði Jose Mourinho, stjóri United, aðspurður út í rauða spjaldið í gær. Mourinho segir að Pogba hafi verið svekktur með landa sinn, Laurent Koscielny sem pressaði ásamt liðsfélögum sínum í Arsenal á dómarann, Andre Mariner.

„Ég veit bara að Paul er pirraður og vonsvikinn út í félaga sinn (Laurent Koscielny) vegna viðbragða hans. Allir vita að Paul er ekki grófur leikmaður, þetta var ekki ætlun hans."

Smelltu hér til að sjá allt það helsta úr leik Arsenal og Man Utd.
Athugasemdir
banner
banner