Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 03. desember 2017 12:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Roland kemur til með að aðstoða Ísland á HM
Icelandair
Roland Andersson.
Roland Andersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Roland Andersson, Svíi og góður vinur Lars Lagerback, starfaði í kringum íslenska landsliðið á meðan Lagerback var við stjórnvölin. Andersson sá um að leikgreina andstæðinga Íslands.

Síðan Lars hætti hafa Freyr Alexandersson og Arnar Bill Gunnarsson verið mest í því að sjá um leikgreiningu fyrir landsliðið.

En Roland kemur til með að snúa aftur og aðstoða landsliðið þegar HM í Rússlandi hefst. Þetta sagði Freyr Alexandersson er hann ræddi við Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X977 í gær.

„Roland Andersson verður líklega með okkur áfram. Hann var aðstoðarlandsliðsþjálfari Nígeríu (á HM 2010)," sagði Freyr í gær, en Ísland er með Nígeríu í riðli á HM.

Freyr sparaði ekki hlýju orðin fyrir Roland.

„Ég get bara lýst honum þannig að þetta er eitt mesta toppeintak sem ég hef kynnst. Hann er hrikalega auðmjúkur, ofboðslega klár og er ekkert að flækja hlutina neitt."

„Ég lærði gríðarlega mikið af honum og hann er líklega sá sem kenndi mér mest í því að vera njósnari."

Sjá einnig:
Freysi: Ótrúlega skemmtilegt þegar Argentína kom upp
Athugasemdir
banner
banner
banner