banner
   sun 03. desember 2017 10:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rose til Man Utd og Aubameyang til Liverpool?
Powerade
Aubameyang er orðaður við Liverpool.
Aubameyang er orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Foden verður ekki lánaður.
Foden verður ekki lánaður.
Mynd: Getty Images
Rúllum yfir sunnudagsslúðrið!



Tottenham er til í að selja enska vinstri bakvörðinn Danny Rose (27) til Manchester United í janúar, þó aðeins ef tilboð upp á að minnsta kosti 45 milljónir punda berst. (Daily Star Sunday)

Liverpool er tilbúið að bjóða í Pierre-Emerick Aubameyang (28), sóknarmann Dortmund, og sameina hann og stjórann Jurgen Klopp á nýjan leik. Klopp og Aubameyang unnu saman hjá Dortmund. Daniel Sturridge (28) er á förum frá Liverpool. (Sunday Express)

Sam Allardyce, nýr stjóri Everton, er að undirbúa 25 milljón punda tilboð í Steven N'Zonzi (28), miðjumann Sevilla. N'Zonzi spilaði undir stjórn Allardyce hjá Blackburn. (Mail on Sunday)

Manchester United er ekki lengur tilbúið að borga 100 milljónir punda fyrir Gareth Bale (28), leikmann Real Madrid. United metur Bale nú á milli 50 og 60 milljónir punda. (Sunday Mirror)

Chelsea mun frekar leyfa markverðinum Thibaut Courtois (25) að fara frítt þegar samningur hans endar 2019, frekar en að selja hann til Real Madrid eftir þetta tímabil. (Sun on Sunday)

Manchester City hefur ekki gefist upp á Jonny Evans (29), miðverði West Brom. (Sunday Express)

Manchester United hefur komið sér inn í kapphlaupið, ásamt Arsenal og Barcelona, um miðjumanninn Leon Goretzka (22). Sá rennur út á samningi hjá Schalke næsta sumar. (Mail on Sunday)

Crystal Palace hefur sent fyrirspurn til Parísar um markvörðinn Kevin Trapp (27) sem er ekki inn í myndinni hjá PSG. (Sun on Sunday)

Barcelona þarf að borga meira en 100 milljónir evra til að fá Philippe Coutinho (25) frá Liverpool. (Calciomercato)

Manchester City vill endursemja við Raheem Sterling (22) jafnvel þó hann eigi tvö og hálft ár eftir af núgildandi samningi sínum. Sterling hefur spilað mjög vel á tímabilinu. (MEN)

Arda Turan (30) er á förum frá Barcelona og gæti farið í ensku úrvalsdeildina. (Goal)

Manchester City mun ekki lána Phil Foden (17) þrátt fyrir mikinn áhuga frá mörgum liðum, þar á meðal Celtic. (Sunday Mirror)

Tyler Roberts (18), framherji West Brom, rennur út á samningi næsta sumar og gæti farið til Marseille. Hann er þessa stundina á láni hjá Walsall. (Mail on Sunday)

Fiorentina hefur áhuga á Baba Rahman (23), vinstri bakverði sem hefur átt erfitt uppdráttar hjá Chelsea. (Calciomercato)

Ronald Koeman er enn mjög svekktur eftir brottrekstur sinn frá Everton og hefur hafnað tveimur liðum í ensku úrvalsdeildinni frá því hann var rekinn frá Everton. (Sunday Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner