Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 03. desember 2017 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stuðningsmaður Sunderland kúkaði í sætið sitt
Mynd: Getty Images
Það ríkir ekki mikil gleði hjá stuðningsmönnum Sunderland þessa daganna. Afar furðulegt atvik átti sér stað á meðal stuðningsmanna þegar Sunderland fékk Reading í heimsókn í gær.

Einn stuðningsmaður sem mættur var á völlinn girti niðrum sig og ákvað að kúka í stúkunni á vellinum.

Stuðningsmenn í grendinni komu sér af svæðinu á meðan maðurinn var í rembingum. Talað er um málið á spjallsíðu stuðningsmanna og þar er sagt að barn í röðinni fyrir framan hafi ælt við atvikið.

Öryggisverðir tóku manninn fastan og komu honum af svæðinu, en hann fær líklega ekki að koma á fleiri heimaleiki Sunderland.

Mirror reyndi að hafa samband við lögreglu og talsmann Sunderland í tengslum við málið, en engin svör fengust.

Reading vann leikinn örugglega 3-1. Jón Daði Böðvarsson spilaði síðustu mínúturnar í liði Reading.

Sunderland er í næst neðsta sæti Championship-deildarinnar og hefur ekki unnið heimaleik í meira en ár.



Athugasemdir
banner
banner
banner