Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
   fim 04. febrúar 2016 14:14
Magnús Már Einarsson
Gregg Ryder: Fáum að minnsta kosti tvo leikmenn í viðbót
Gregg Ryder, Thiago Pinto Borges og Ótthar Edvardsson.
Gregg Ryder, Thiago Pinto Borges og Ótthar Edvardsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hann er mjög skapandi leikmaður. Hann er 27 ára og hefur spilað lengi í Danmörku svo hann hefur aðlagast menningunni þar. Hann getur skapað og skorað mörk og hann er spennandi leikmaður," sagði Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, um brasilíska leikmanninn Thiago Pinto Borges sem samdi við félagið í dag.

Þróttarar hafa ekki unnið leik á þessu ári en þeir tóku þátt bæði í Fótbolta.net mótinu og Reykjavíkurmótinu. Gregg hefur engar áhyggjur af því.

„Við náum aldrei góðum úrslitum í janúar, febrúar, mars og apríl og allir afskrifa okkur. Það er í góðu lagi. Við fáum engin stig fyrir að vinna leiki núna. Þetta snýst allt um maí og við munum toppa þá."

Þróttarar eru ekki hættir á leikmannamarkaðinum en þeir ætla að styrkja sig meira fyrir sumarið.

„Oddur Björnsson sleit krossband og við þurfum að fá mann í hans stað á miðjuna. Við erum ennþá að skoða vinstri bakverði. Við þurfum að styrkja okkur fyrir Pepsi-deildina. Við fáum að minnsta kosti tvo leikmenn. Við viljum fá íslenska leikmenn, við viljum hafa eins marga Íslendinga og við getum en ef það gengur ekki þá skoðum við aðra möguleika eins og við höfum gert með Thiago."

Markvörðurinn Arnar Darri Pétursson kom til Þróttar frá Stjörnunni í vikunni. Hann mun berjast við Trausta Sigurbjörnsson um markvarðar stöðuna.

„Hann kemur til að ná í markvarðastöðuna. Hann vill berjast og vera númer eitt. Hann er mjög góður og reyndur markvörður. Við sjáum hvernig þetta þróast," sagði Gregg.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner