Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 04. mars 2015 20:18
Elvar Geir Magnússon
Batefimbi Gomis féll í yfirlið í miðjum leik
Batefimbi Gomis hné niður.
Batefimbi Gomis hné niður.
Mynd: Getty Images
Óhugnalegt atvik átti sér stað í leik Tottenham og Swansea sem nú stendur yfir. Tottenham komst yfir snemma leiks en skömmu síðar hné Batefimbi Gomis, leikmaður Swansea, niður án þess að nokkur væri nálægt honum.

Gomis féll í yfirlið en sjúkralið mætti strax á vettvang til að hlá að honum. Leik var hætt í smá tíma meðan Gomis var borinn af velli.

Sem betur fer virtist hann vera með meðvitund þegar hann var borinn af velli og gat haft samskipti við sjúkraliðið.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Gomis fellur í yfirlið í miðjum leik. Það gerðist tvívegis þegar hann var hjá Lyon og einu sinni með franska landsliðinu. Þrátt fyrir ítarlegar læknisskoðanir hefur ekkert óvenjulegt komið í ljós.

Þess má geta að rúmur hálftími er liðinn af leiknum en Ki Sung-Yueng jafnaði í 1-1 og þannig er staðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner