Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 04. mars 2015 20:11
Ívan Guðjón Baldursson
Danmörk: Íslendingaliðin komust í undanúrslit bikarsins
Eggert Gunnþór og félagar eru komnir í undanúrslit danska bikarsins.
Eggert Gunnþór og félagar eru komnir í undanúrslit danska bikarsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Baldur Sigurðsson lék fyrri hálfleik í 4-2 sigri SonderjyskE gegn Brondby í 8-liða úrslitum danska bikarsins.

Baldur og félagar voru marki undir í hálfleik en tókst að jafna eftir innkomu Silas Songani um miðjan seinni hálfleik.

Leikurinn fór í framlengingu þar sem Johan Absalonsen og Marvin Pourie gerðu út um leikinn. Hólmbert Aron Friðjónsson spilaði sjö síðustu mínútur leiksins fyrir Brondby en tókst ekki að minnka muninn.

Eggert Gunnþór Jónsson var þá í byrjunarliði Vestsjælland sem sló Bronshoj úr leik í bikarnum með mörkum frá Apostolos Vellios og Marc Dal Hende á fyrsta korteri leiksins.

SonderjyskE 4 - 2 Brondby
1-0 Marvin Pourie ('3)
1-1 Johan Elmander ('24)
1-2 Teemu Pukki ('33)
2-2 Silas Songani ('65)
3-2 Johan Absalonsen ('107)
4-2 Marvin Pourie ('109)

Bronshoj 1 - 2 Vestsjælland
0-1 Apostolos Vellios ('9)
0-2 Marc Dal Hende ('13)
1-2 Oke Akpoveta ('28)
Athugasemdir
banner
banner