Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 04. mars 2015 12:30
Elvar Geir Magnússon
El Shaarawy orðaður við Liverpool
Liverpool-slúður úr ensku blöðunum
Stephan El Shaarawy.
Stephan El Shaarawy.
Mynd: Getty Images
Liverpool er mikið til umfjöllunar í ensku götublöðunum um þessar mundir en liðið er á gríðarlega góðu skriði í ensku úrvalsdeildinni. Hér sjáum við smá samantekt á leikmannaslúðri tengdu Liverpool.

Stephan El Shaarawy, vængmaður AC Milan, er orðaður við liðið en það er ekki í fyrsta sinn. Þessi 22 ára leikmaður hefur ekki náð sér almennilega á strik með Milan og talið að félagið sé tilbúið að selja hann fyrir um 9,5 milljónir punda.

Hinsvegar er sagt að Liverpool sé í miklum vafa um hvort Alex Song sé nægilega öflugur fyrir liðið. Félagið hafði áhuga á Song eftir frábæran fyrri hluta á tímabilinu með West Ham þar sem hann er á lánssamningi frá Barcelona. Song hefur hinsvegar gefið mikið eftir og eru forráðamenn Liverppol sagðir í vafa um hann.

Daily Star segir Liverpool hafa mikinn áhuga á tveimur leikmönnum Anderlecht í Belgíu. Það eru Youri Tielemans, 17 ára miðjumaður, og Leander Dendoncker. 20 ára varnarmiðjumaður. Njósnarar frá Liverpool og einnig Chelsea hafa fylgst með þessum ungu leikmönnum.

Eins og við greindum frá í gær sagði umboðsmaður sóknarmannsins Luciano Vietto hjá Villarreal að Liverpool hefði áhuga á Argentínumanninum unga sem hefur verið sjóðheitur á tímabilinu.

Liverpool er ósigrað í ellefu síðustu leikjum sínum í enska boltanum og hefur heldur betur rétt úr kútnum. Fyrr á tímabilinu var heitt undir Brendan Rodgers knattspyrnustjóra sem viðurkennir það að hafa óttast að vera rekinn ef hann næði ekki að snúa gengi liðsins við. Liverpool mætir Burnley í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Hvernig fer Víkingur - Breiðablik á sunnudag?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner