Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   mið 04. mars 2015 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Freyr: Margt jákvætt þrátt fyrir tap
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland tapaði fyrsta leik sínum á æfingamóti kvennalandsliða í Algarve þar sem Sviss lagði íslensku stúlkurnar af velli með tveimur mörkum gegn engu.

Freyr var ánægður með frammistöðu landsliðsins sem hann segir ekki vera í jafn góðu formi og andstæðingarnir sem eru með ellefu leikmenn í efstu deild Þýskalands sem er í fullum gangi um þessar mundir.

,,Það var margt jákvætt, við fórum gegnum lágpressu á æfingunum fyrir leik og hún gekk vel. Þær opna okkur aldrei í leiknum sem er mikil framför frá síðustu leikjum gegn þeim," sagði Freyr.

,,Þær skora úr víti sem var heldur betur ódýrt og svo skora þær úr langskoti, stöngin inn. Auðvitað er það svekkjandi og við vildum fá betri úrslit en samt sem áður tökum við frammistöðuna, varnarleikinn, hvað við náðum að halda þeim í skefjum og að við sköpuðum okkur fleiri færri en áður gegn Sviss. Sköpuðum góð færi og áttum sennilega að fá víti en ég er ósáttur við föst leikatriði."

Næsti leikur Íslands í mótinu er gegn Norðmönnum sem eru að spila við Bandaríkin og er staðan þar markalaus eftir hálftíma leik.

,,Við munum breyta leiknum okkar á móti Noregi. Við munum blanda hápressunni og lágpressunni og þurfum að æfa föst leikatriði."

Freyr notaði margar ungar og reynslulitlar landsliðskonur sem stóðu sig vel gegn sterku liði Sviss.

,,Við erum mjög ánægð með ungu stelpurnar. Sviss var með sitt sterkasta lið fyrir utan einn leikmann og ég er stoltur af þeim. Þær voru að spila við leikmenn í hæsta gæðaflokki og þetta hjálpar okkur að styrkja hópinn fyrir næstu undankeppni."
Athugasemdir
banner
banner
banner