mið 04. mars 2015 23:02
Elvar Geir Magnússon
Gylfi var bestur hjá Swansea - Sjáðu markið hans
Skot Gylfa syngur í netinu.
Skot Gylfa syngur í netinu.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson náði að skora á gamla heimavellinum þegar hann minnkaði muninn í 3-2 í leik Tottenham og Swansea í kvöld.

Mark Gylfa reyndist aðeins sárabótamark en Swansea var reyndar nálægt því að taka stig í lokin en Hugo Lloris í marki Tottenham bjargaði með frábærri vörslu.

Allir fjölmiðlar gefa Gylfa góða dóma fyrir hans frammistöðu en hann var nálægt því að skora í fyrri hálfleik þegar frábært skot úr aukaspyrnu fór í stöngina.

Goal.com gefur Gylfa einkunnina 8 og er hann með bestu einkunnina í liði Swansea. Reyndar fær enginn á vellinum hærri einkunn en Andy Townsend sem einnig fékk 8 var valinn maður leiksins.

Markið hjá Gylfa var laglegt en það skoraði hann með viðstöðulausu skoti.

Smelltu hér til að sjá markið hans af heimasíðu Vísis
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner