Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 04. mars 2015 11:17
Elvar Geir Magnússon
L’Equipe: United búið að ákveða að kaupa ekki Falcao
Falcao hefur ekki fundið sig á Englandi.
Falcao hefur ekki fundið sig á Englandi.
Mynd: Getty Images
Þessar fréttir ættu ekki að koma neinum á óvart en franska blaðið L’Equipe fullyrðir að Manchester United hafi þegar tekið ákvörðun um að kaupa ekki kólumbíska sóknarmanninn Radamel Falcao.

Falcao hefur ekki sýnt mikið á tímabilinu en hann er á lánssamningi frá Monaco með klásúlu um að enska félagið geti keypt hann alfarið fyrir 55 milljónir evra.

L’Equipe segir að um miðjan febrúar hafi verið tekin ákvörðun um að Falcao yrði ekki keyptur, eftir að hann fann sig engan veginn gegn C-deildarliðinu Preston.

Margir telja að slæm hnémeiðsli sem leikmaðurinn varð fyrir geri það að verkum að hann verði aldrei sami leikmaðurinn og hann var hjá Porto og Atletico Madrid.

Valencia er talið hafa áhuga á Falcao þrátt fyrir dapra frammistöðu sóknarmannsins á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner