banner
   mið 04. mars 2015 11:00
Elvar Geir Magnússon
Óttast að Liverpool ýti Man Utd úr Meistaradeildarsæti
Mynd: Getty Images
Gary Neville, fyrrum fyrirliði Manchester United, óttast að gott skrið Liverpool endi með því að United missi af Meistaradeildarsæti. Brendan Rodgers og lærisveinar hans eru ósigraðir í ellefu leikjum.

Sigurinn gegn Manchester City um liðna helgi sendu skýr skilaboð og Neville er farinn að hugsa út í hvað þessi frammistaða gæti þýtt fyrir hans menn.

„Í fyrsta sinn á tímabilinu óttast ég hvort Manchester United geti unnið þá í baráttunni um Meistaradeildarsæti," skrifar Neville í pistli í Daily Telegraph.

„Ég hef spáð United Meistaradeildarsæti allt tímabilið og ætla ekki að skipta um skoðun núna en það er óhætt að segja að Liverpool sé orðið mun meiri ógn en ég gat ímyndað mér fyrir nokkrum vikum."

Liverpool mætir Burnley í kvöld vitandi að liðið getur stokkið upp í þriðja sæti með sigri. Á sama tíma mætir United liði Newcastle.

„Liverpool virðist vel tilbúið að hirða Meistaradeildarsætið núna. Þeir eru hættir að fá á sig mörk, hafa fundið kerfi sem virka fyrir leikmanninn og eru komnir með hraða í spilamennskuna aftur."

Leikir dagsins á Englandi:
19:45 Manchester City - Leicester City
19:45 Newcastle United - Manchester United
19:45 Queens Park Rangers - Arsenal
19:45 Stoke City - Everton
19:45 Tottenham - Swansea
19:45 West Ham - Chelsea
20:00 Liverpool - Burnley
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Hvernig fer Man City - Arsenal á sunnudag?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner