Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 04. mars 2015 20:49
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Neymar og Suarez skutu Barca í bikarúrslit
Mynd: Getty Images
Villarreal 1 - 3 Barcelona (2-6 samanlagt)
0-1 Neymar ('3)
1-1 Jonathan dos Santos ('39)
1-2 Luis Suarez ('73)
1-3 Neymar ('88)
Rautt spjald: Tomas Pina, Villarreal ('65)

Börsungar tefldu fram sínu sterkasta liði þegar þeir heimsóttu Villarreal í undanúrslitum spænska Konungsbikarsins í kvöld, þrátt fyrir að hafa unnið fyrri leikinn 3-1 á heimavelli.

Neymar kom Börsungum yfir strax á þriðju mínútu leiksins og svöruðu heimamenn með nokkrum hættulegum sóknum, án þess að jafna fyrr en Jonathan dos Santos kom knettinum í netið rétt fyrir leikhlé.

Villarreal lét skotum rigna á Marc-Andre ter Stegen en þau voru flest auðveld meðhöndlunar. Miðjumaðurinn Tomas Pina var rekinn af velli um miðjan síðari hálfleik og það auðveldaði hlutina fyrir Börsunga sem komust yfir skömmu síðar, með marki frá Luis Suarez.

Neymar gerði svo fjórða mark leiksins og gulltryggði öruggan sigur á útivelli og samanlagðan 6-2 sigur í undanúrslitum bikarsins. Barcelona mætir annað hvort Athletic Bilbao eða nágrönnum sínum í Espanyol í úrslitaleiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner