mið 04. mars 2015 08:00
Alexander Freyr Tamimi
Stuðningsmenn Leeds vilja funda með Russell Crowe
Russell Crowe er vinsæll í Leeds.
Russell Crowe er vinsæll í Leeds.
Mynd: Getty Images
Stuðningsmannahópur Leeds United vonast til að funda með stórleikaranum Russell Crowe og ræða þann möguleika á að hann kaupi félagið.

Mikið hefur gengið á utan vallar hjá Leeds undanfarin ár og þegar Crowe gaf í skyn á Twitter að hann kynni að hafa áhuga á að kaupa félagið varð allt vitlaust.

Crowe er eigandi eins stærsta rúgbýliðs Wales, South Sydney Rabbitohs, en hann er jafnframt stuðningsmaður Leeds.

Crowe sagði stuðningsmannahópnum Leeds Fans LLP að kíkja á sex-þátta seríu sem kallast "South Side Story", en um er að ræða heimildarþætti um stjórn hans á Rabbitohs.

Nú hefur hópurinn sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að vonast sé eftir fundi með Crowe.

,,Við höfum sett okkur í samband við South Sydney Rabbitohs til að reyna að fá hjá þeim þessa þætti sem Russell minntist á og við munum bæta þeim á heimasíðu okkar þegar við fáum þá," sagði meðal annars í yfirlýsingunni.

,,Russell kemur aftur til Bretlands í næsta mánuði og við munum reyna að fá fund með honum til að sjá hvort við getum fengið eitthvað meira út úr honum."

Athugasemdir
banner
banner
banner