mið 04. mars 2015 22:00
Elvar Geir Magnússon
Young eftir dramatíkina: Frábær vinnusemi Wazza
Young fagnar sigurmarkinu.
Young fagnar sigurmarkinu.
Mynd: Getty Images
Manchester United vann 1-0 dramatískan útisigur gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Ashley Young skoraði sigurmarkið á 89. mínútu eftir skelfileg mistök Tim Krul markvarðar Newcastle.

Wayne Rooney sýndi mikla baráttu í lokin og í aðdraganda marksins setti hann mikla pressu á heimamenn með uslagangi.

„Við vissum af úrslitunum, vissum að liðin í kringum okkur voru að vinna svo það var nauðsynlegt að taka stigin þrjú. Þetta var frábær vinnusem hjá Wazza (Wayne Rooney), boltinn féll til mín og ég náði að klára," sagði Young við BT Sport eftir leik.

„David De Gea var enn og aftur magnaður í markinu. Þetta var baráttusigur. Við þurftum þrjú stig og vorum verðlaunaðir fyrir að gefast ekki upp."

Spilamennska United hefur verið harðlega gagnrýnd að undanförnu.

„Fólk mun alltaf gagnrýna stærsta félag í heimi. Við einbeitum okkur að okkur sjálfum, hlustu á stjórann og þjálfaraliðið og hlustum ekki á neina aðra," sagði Young.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner