Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 04. maí 2015 13:15
Magnús Már Einarsson
Donni: Þór er mjög stórt félag með háleit markmið
Halldór Jón Sigurðsson.
Halldór Jón Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Spáin kemur mér bæði á óvart og ekki. Úrslitin úr undirbúningsmótum hefur ekki verið til að hrópa húrra fyrir, þó spilamennskan hafi verið góð i flestum leikjum. Annars skipta þessar spár ekki neinu máli og óþarfi að taka þær inná sig, þær eru meira til að hafa gaman af," segir Halldór Jón Sigurðsson, Donni, þjálfari Þórs en liðinu er spáð sjötta sæti í 1. deildinni í sumar í spá fyrirliða og þjálfara.

„Stefnan er sett á að vinna alla leiki sem við förum í hvort sem það er í bikar eða deild. Byrja af krafti og verða enn betri með hverjum leik sem líður. Svo tökum við stöðuna á þvi hvar við stöndum þegar mótið er búið. Þór er auðvitað mjög stórt félag með háleit markmið. Þetta verður frábært fótboltasumar og við Þórsarar hlökkum til að
taka á móti fínum liðum hérna í Þorpinu."


Þórsarar miklir höfðingjar
Donni tók við Þórsurum síðastliðið haust af Páli Viðari Gíslasyni. „Að mínu mati hefur gengið mjög vel að komast inn í nýtt starf. Þórsarar eru miklir höfðingjar og auðvelt að falla inn í frábært félag. Strákarnir er mjög metnaðarfullir og hafa staðið sig mjög vel i að meðtaka nýjar áherslur," sagði Donni en hann er ánægður með veturinn.

„Undirbúningstimabilið hefur gengið mjög vel. Leikmenn hafa æft vel og lagt mikla vinnu á sig. Margir leikmenn hafa fengið dýrmæta reynslu í Lengjubikarnum, þó vissulega hefðum við viljað vinna alla leiki sem við fórum í. En það hefur verið stigandi í leik liðsins, þó nokkuð af áherslubreytingum sem tekur tima að venjast en ég er sannfærður um að þetta muni smella á réttum tíma."

„Við notuðum æfingaferðina mjög vel og öll púslin í leikmannamálum eru að koma saman. Þetta verður allt klárt þegar mótið byrjar og það skiptir mestu máli."


Ánægður með hópinn
Þórsarar hafa fengið nokkra nýja leikmenn í vetur en Donni reiknar ekki með frekari liðsstyrk fyrir mót.

„Við Þórsarar erum mjög ánægðir með hópinn okkar eins og er. En maður veit aldrei, ef flottir spilarar vilja spila i sterku liði þá tökum við stöðuna á þvi. Síðan eigum við frábæra unga leikmenn bæði í öðrum og þriðja flokki sem við myndum gjarnan vilja gefa reynslu. Þar eru strákar sem geta náð langt og við bindum miklar vonir við," sagði Donni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner