Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 04. maí 2015 10:33
Elvar Geir Magnússon
Pepsi-deildin
Fomen gæti spilað næsta leik - Fannar frá í sex vikur
Miðjumaðurinn Fannar Þór Arnarsson.
Miðjumaðurinn Fannar Þór Arnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kamerúnski vinstri bakvörðurinn Charley Fomen sem Leiknismenn sömdu við nýlega var ekki kominn með leikheimild í gær þegar Leiknir vann Val 3-0 í fyrsta leik sínum í Pepsi-deildinni.

Fomen er ekki kominn með atvinnuleyfi og spilaði því ekki leikinn en Gestur Ingi Harðarson lék í vinstri bakverðinum og stóð sig vel.

„Við reiknum með því að Fomen fá grænt ljós á næstu dögum frá vinnumálastofnun og verði klár fyrir næsta leik," segir Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknis.

Leiknir fékk draumabyrjun í Pepsi-deildinni í gær þegar liðið vann óvæntan 3-0 útisigur gegn Val. Liðið mætir ÍA í nýliðaslag næsta mánudag.

Miðjumaðurinn Fannar Þór Arnarsson lék heldur ekki með Leikni í gær en hann meiddist á æfingu í síðustu viku.

„Fannar fékk slæman áverka á hné og verður frá í að minnsta kosti 6 vikur og er það mikið áfall fyrir okkur og hann sjálfan," segir Freyr.
Athugasemdir
banner
banner
banner