Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   mán 04. maí 2015 21:57
Elvar Geir Magnússon
Heimir Guðjóns: 99% líkur á að Hendrickx sé fótbrotinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH vann 3-1 útisigur gegn KR í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld eftir að hafa lent undir í leiknum. Atli Guðnason skoraði tvívegis.

Lestu um leikinn: KR 1 -  3 FH

„Þetta er einn erfiðasti útivöllur landsins og frábært að taka þrjú stig. Mér fannst við vera skipulagðir og við vorum ekki að gefa mikið af færum á okkur. Vindurinn og völlurinn höfðu áhrif á leikinn og það voru fleiri innköst en gengur og gerist," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.

„Við byrjuðum seinni hálfleikinn hræðilega og þeir komust sanngjarnt yfir. Það var sterkt að koma til baka. "

Jonathan Hendrickx fór meiddur af velli í seinni hálfleik.

„Ég var að heyra það núna fyrir mínútu að það eru 99% líkur á að hann sé fótbrotinn. Það eru skelfileg tíðindi fyrir hann og okkur. Frábær leikmaður og vonandi verður hann fljótur að jafna sig. Við verðum að senda honum baráttukveðjur," sagði Heimir.

Hvernig fannst honum spilamennskan í 4-4-2 ganga?

„Mér fannst það ganga upp og niður. Við hrærðum aðeins í þessu í seinni hálfleik og þá gekk ágætlega. Við mátum það þannig að þetta væri ekki völlur né veður til að vera með sambabolta."

Viðtalið er í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner