Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 04. maí 2015 10:41
Elvar Geir Magnússon
Pepsi-deildin
Hólmar Örn vonast til að spila gegn FH
Hólmar í búningi FH í fyrra.
Hólmar í búningi FH í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmar Örn Rúnarsson var fjarri góðu gamni þegar Keflavík tapaði 1-3 fyrir Víkingi í Pepsi-deildinni í gær. Hólmar kom frá FH fyrir tímabilið og var hans sárt saknað í gær enda algjör lykilmaður.

„Ég tognaði aftan í læri en ég geri mér vonir um að vera klár í næsta leik. Ég er þokkalega bjartsýnn, þetta lítur ágætlega út," segir Hólmar.

Hann segir að það hafi verið erfitt að horfa á leikinn í gær úr stúkunni.

„Þetta var erfitt. Víkingarnir áttu skilið að vinna. Við vorum betri úti á vellinum að mínu mati en þeir nýttu færin sín. Þetta var ekki fallegur fótboltaleikur, þetta var barningur."

Keflavík heimsækir FH í Kaplakrika á sunnudag og gæti Hólmar verið klár gegn sínum fyrrum samherjum.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner