Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 04. maí 2015 16:30
Magnús Már Einarsson
John Carver klárar tímabilið hjá Newcastle
John Carver.
John Carver.
Mynd: Getty Images
Newcastle hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem er staðfest að John Carver muni stýra liðinu áfram í þremur síðustu umferðunum í ensku úrvalsdeildinni.

Newcastle hefur einungis unnið tvo leiki síðan Carver tók við í janúar og liðið er eftir tapið gegn Leicester um helgina tveimur stigum frá falli.

Carver virðist hafa litla stjórn á liðinu en hann sakaði varnarmanninn Mike Williamson mun að hafa fengið viljandi rautt spjald gegn Leicester um helgina.

„John Carver og leikmenn í aðalliði Newcastle hafa rætt málin opinskátt síðustu tvo daga," sagði Newcastle í yfirlýsingu í dag.

„Allir aðilar bera sameiginlega ábyrgð á stöðunni en við erum ákveðnir í að halda félaginu í ensku úrvalsdeildinni."
Athugasemdir
banner
banner