mán 04. maí 2015 11:30
Arnar Daði Arnarsson
Pepsi-deildin
Kolbeinn Kára: Extra skemmtilegt að skora gegn Val
Kolbeinn fagnar marki sínu í gærkvöldi.
Kolbeinn fagnar marki sínu í gærkvöldi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Kárason, leikmaður Leiknis skoraði í gærkvöldi fyrsta markið í sögu félagsins í efstu deild þegar hann kom sínum mönnum yfir gegn Val á Hlíðarenda. Leiknum lauk með 3-0 sigri Leikni.

„Ég er rosalega ánægður með sigurinn. Það var virkilega gott að vinna Val. Ég er búinn að bíða spenntur eftir þessum leik frá því ég fór í Leikni," sagði Kolbeinn sem gekk í vetur til liðs við Leikni frá Val.

„Ég var ákveðinn að skora í þessum leik og það var því mjög sætt að sjá boltann í netinu," sagði framherjinn stóri og stæðilegi sem fagnaði markinu af mikilli innlifun og sló hendinni í Leiknismerkið á búningnum.

„Ég var búinn að ákveða að ég myndi alltaf fagna ef ég skoraði. Ég fagnaði því vel og innilega."

„Það er alltaf gott fyrir sjálfstraustið að skora og extra skemmtilegt að skora gegn Val. Þeir sem segjast ekki hafa gaman að því að skora gegn sínu gamla liði eru að ljúga því," sagði Kolbeinn að lokum.

Sjáðu mörkin: Fyrstu mörk Leiknis í efstu deild

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner