Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 04. maí 2015 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Thomas tekur magnaðar vítaspyrnur
Jay-Emmanuel Thomas fagnar sigri í unglingaflokki ásamt Jack Wilshere og Sanchez Watt.
Jay-Emmanuel Thomas fagnar sigri í unglingaflokki ásamt Jack Wilshere og Sanchez Watt.
Mynd: Getty Images
Jay-Emmanuel Thomas er 24 ára gamall sóknarmaður sem spilar fyrir topplið Bristol City í ensku C-deildinni.

Thomas átti stóran þátt í því að tryggja Bristol toppsæti deildarinnar á tímabilinu en liðið endaði með 99 stig eftir 46 leiki, átta stigum meira en MK Dons sem endaði í öðru sæti og fer beint upp í Championship deildina ásamt Bristol.

Thomas, sem ólst upp hjá Arsenal og á einn deildarleik að baki fyrir félagið, er sérstaklega þekktur fyrir vítaspyrnutækni sína þar sem hann labbar að vítapunktinum og skorar yfirleitt af miklu öryggi.

Thomas skoraði úr vítaspyrnu í 8-2 sigri á Walsall á sunnudaginn og má sjá magnaða vítaspyrnutækni sóknarmannsins hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner