Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 04. maí 2015 15:00
Magnús Már Einarsson
Snjór á Ísafirði - Vilja skipta á leikjum við Selfoss
Mynd af Torfnesvelli í hádeginu í dag.
Mynd af Torfnesvelli í hádeginu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Þórir Karlsson
BÍ/Bolungarvík og Selfoss mætast í fyrstu umferðinni í 1. deild karla á laugardag. Eins og sjá má á myndunum í meðfylgjandi frétt er snjór yfir hluta Torfnesvallar á Ísafirði.

BÍ/Bolungarvík hefur því óskað eftir því að skipta á heimaleikjum við Selfyssinga.

„Það verður ekki leikið á vellinum á laugardaginn," sagði Samúel Samúelsson formaður BÍ/Bolungarvíkur í samtali við Fótbolta.net í dag.

„Við erum að vinna í því að svissa við Selfoss og á ég von á því að það gangi eftir. Ef ekki, þá verðum við að reyna að fresta leiknum."

Á Akureyri hefur KA fært heimaleik sinn gegn Fram á laugardag af Akureyrarvelli á gervigras sitt.



Athugasemdir
banner
banner