Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 04. maí 2015 14:00
Magnús Már Einarsson
Þróttur flytur heimavöll sinn á gervigrasvöll sinn Laugardal
Fimm lið í 1. deild spila heimaleiki á gervigrasi
Þróttarar spila ekki meira á Valbjarnarvelli.
Þróttarar spila ekki meira á Valbjarnarvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Þróttarar hafa ákveðið að flytja heimavöll sinn af Valbjarnarvelli yfir á gervigrasvöll sinn í Laugardal til framtíðar. Þetta staðfesti Ótthar Edvardsson framkvæmdastjóri Þróttar í samtali við Fóbolta.net í dag.

Þróttur spilar á gervigrasinu í Laugardal í 1. deild karla í sumar. Kvennalið Þróttar mun spila á Valbjarnarvelli í sumar en frá og með næsta ári spilar liðið einnig á gervigrasinu.

Valbjarnarvöllur hefur verið á undanþágu í leyfiskerfi KSÍ í 1. deildinni þar sem að búingsklefarnir félagsins eru of langt frá vellinum sjálfum. Þá er stúkan þar svo sannarlega komin til ára sinna.

Þróttur mætir Þór í 1. umferðinni í 1. deild á laugardag en búið er að setja 300 sæti í stúkuna við gervigrasvöllinn í Laugardalnum fyrir sumarið.

Þróttur bætist í hóp liða í 1. deildinni sem spila heimaleiki sína á gervigrasi en Fram, Grótta, Haukar og HK stefna á að gera slíkt hið sama.
Athugasemdir
banner
banner
banner