mán 04. maí 2015 11:08
Elvar Geir Magnússon
Víkingur náði ekki samkomulagi við Arsenal-manninn
Úr leik hjá Víkingum.
Úr leik hjá Víkingum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daninn Jonas Hebo Rasmussen og Víkingur náðu ekki samkomulagi og mun þessi fyrrum leikmaður Arsenal því ekki ganga í raðir félagsins.

Í viðtali við bold.dk segir Hebo, sem er sóknarmiðjumaður, að viðræður hafi siglt í strand og því sé hann kominn heim.

„Það náðist ekki samkomulag, svo einfalt er það. Þetta var mjög flott félag og góð reynsla að fara þarna til æfinga. En það vantaði aðeins upp á svo það yrði þess virði að fara til Íslands," segir hinn 23 ára Hebo.

Hann lék með unglingaliði Arsenal í tvö ár áður en hann fór aftur til Danmerkur. Hann lék þar með Nordsdjælland og Hvidovre áður en hann samdi við Vejle á síðasta ári og ætlar nú að reyna að berjast fyrir sæti sínu þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner